Vetraropnunartími tekur gildi

Í dag er síðasti dagur sumaropnunar hjá Minjasafninu. 

 

Frá og með morgundeginum, 1. september, verður safnið opið þriðjudaga - föstudaga frá kl. 11:00-16:00. Ef fólk hefur áhuga á að heimsækja safnið utan þess tíma er velkomið að hafa samband í síma 471-1412 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þá geta skólahópar einnig fengið að heimsækja safnið utan auglýsts opnunartíma. 

 Athygli er vakin á því að safnið verður lokað dagana 11.-14. september vegna ráðstefnuferðar starfskvenna.