Lokað vegna ráðstefnuferðar

Minjasafnið verður lokað dagana 11.-14. september vegna þátttöku starfskvenna í árlegum Farskóla safnmanna. 

Farskóli Félags íslenskra safna og safmanna er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi þar sem það fræðist um málefni safna í sem víðasta samhengi. Ráðstefnan hefur verið haldin víðsvegar um land en að þessu sinni verður hún haldin í Dublin á Írlandi. Á ráðstefnunni eru fyrirlestrar og kynningar tvinnaðar saman við skipulagðar heimsóknir á söfn og sýningar sem verður fylgt eftir með verkefnavinnu. Þátttakendur fá þannig innsýn í fjölbreyttan heim safna í Dublin og fá tækifæri að hitta fagfólk úr írska safnaheiminum sem munu taka á móti þátttakendum á hverjum stað fyrir sig. 

Ráðstefna á borð við Farskólann er mikilvægur vettvangur fyrir safnafólk til að deila með sér reynslu og þekkingu frá ólíkum sviðum safnaheimsins. Farskólinn er því grunnþáttur í endurmenntun safnmanna. Þó íslenski safnaheimurinn sé fjölbreyttur er mikilvægt að víkka sjóndeildarhringinn og veita sem flestum tækifæri til að kynnast metnaðarfullu safnastarfi erlendis. Á ráðstefnu sem þessari mun þátttakendum gefast einstakt tækifæri til að gægjast bak við tjöldin sér til fróðleiks, kynnast starfsumhverfi safnmanna erlendis og efla tengsl félagsmanna FÍSOS sem hittast sjaldan sökum fjarlægðar á milli safna landsins.