Skip to main content

Viltu vinna á safni?

05. apríl 2019

Laus er til umsóknar staða safnvarðar á Minjasafni Austurlands. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019.

Helstu verkefni

  • Safnkennsla og miðlun
  • Safnvarsla og móttaka gesta
  • Umsýsla safnkosts

Hæfniskröfur: 

  • Þekking og/eða áhugi á þjóðmenningu og sögu og menningu Austurlands er skilyrði.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti er skilyrði.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, forvörslu eða kennslu er kostur.
  • Reynsla af kennslu og/eða annarri vinnu með börnum er kostur
  • Reynsla af safnastarfi er kostur.
  • Reynsla af miðlun og sýningarhaldi er kostur.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum er kostur.

 

Við leitum að jákvæðum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og á auðvelt með samskipti við alla aldurshópa. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Starfshlutfall: 60-80%
Laun samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur: Til og með 30. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 471-1412.

Umsókn og ferilskrá sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...