Skip to main content

Handverk og hefðir: Málþing í Safnahúsinu

24. maí 2019

Handverk og hefðir er yfirskrift málþings sem Minjasafnið og Hallormsstaðaskóli standa að í sameiningu. 

Málþingið fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 1. júní og hefst kl. 13:00. Þar verður fjallað um þjóðlegar handverkshefðir og aðferðir og þau tækifæri sem felast í arfleifð okkar á því sviði út frá ýmsum sjónarhornum. Við sama tækifæri gefst gestum kostur á að fá ráðgjöf um þjóðbúninga og ný sýning með peysufataslifsum úr safnkosti Minjasafnsins verður opnuð. 

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands: Setning
  • Bryndís Fiona Ford, skólastjóri Hallormsstaðaskóla: Hallormsstaðaskóli - Sjálfbærni, sköpun, textíll
  • Margrét Valdimarsdóttir formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands: Hamingjan býr í handverkinu
  • Kristín Vala Breiðfjörð formaður þjóðháttafélagsins Handraðans á Akureyri: Kynning á starfsemi þjóðháttafélagsins Handraðans.
  • Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein af Spunasystrum: Að vinna úr eigin afurðum.
  • Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú: Gróður fortíðar – gróði framtíðar.

Að málþingi loknu eða klukkan 15:00 verður boðið upp á viðburðinn Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk! Þar gefst eigendum þjóðbúninga og öðrum áhugasömum kostur á að koma með búningana sína og fá ráðgjöf sérfræðinga í búningasaumi og búningasilfri um hvaðeina sem viðkemur íslensku þjóðbúningunum, t.d. varðveislu, viðgerðir, breytingar, hvernig á að klæðast þeim og fleira. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á peysufataslifsum úr safnkosti Minjasafns Austurlands. 

Minjasafn Austurlands og Hallormsstaðaskóli standa fyrir viðburðinum í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og með styrkjum frá Safnaráði, Uppbyggingarsjóði og Fjótsdalshéraði. Síðar á árinu hyggjast safnið og skólinn svo standa fyrir námskeiðum þar sem kennd verða þjóðlegar handverksaðferðir. Námskeiðin verða nánar auglýst síðar. 

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...