Skip to main content

Líða fer að jólum...

29. nóvember 2019

Þegar aðventan gengur í garð er Safnahúsið klætt í jólabúninginn og starfsfólkið byrjar að telja niður til jóla. Við viljum endilega leyfa ykkur að telja niður til jóla með okkur með sérstöku jóladagatali Minjasafnsins. Í hverjum glugga dagatalsins má finna einn grip úr safnkosti safnsins sem tengist jólunum með einum eða öðrum hætti.  Það kennir ýmissa grasa í þeim efnum og alls ekki ólíklegt að margir gripanna muni vekja upp góðar minningar tengdar jólunum.  Við hvetjum alla til að fylgjast með og jafnvel verður hægt að skoða hlutina í návígi í anddyri Safnahússins.  

En það er margt fleira á döfinni því að fimmtudaginn 5. desember bjóða Minjasafnið og Bókasafnið til notalegrar fjölskyldusamveru frá 16:00-18:00.

Á Minjasafninu geta gestir prófað að steypa tólgarkerti undir handleiðslu Guðrúnar Sigurðardóttur. Einnig verður hægt að læðast um sýningarsalinn í litlum jólaratleik, dunda sér við margvíslega jólalega afþreyingu og skoða jólatré fyrri tíma.

Á Bókasafninu svigna hillurnar undan nýjum bókum sem jólabókaflóðið hefur skolað upp á strendur safnsins. Gestir geta líka sest niður og föndrað jólaskraut úr bókum og öðrum hefðbundnari hráefnum.

Allar sýningar opnar. Síðustu forvöð að skoða sýninguna Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld.

Ókeypis aðgangur. Tilvalið fyrir fjölskyldur að líta við á þeim tíma sem þeim hentar og eiga notalega stund í friði fyrir jólaösinni.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...