Skip to main content

Austurland á tímum kórónaveirunnar

15. apríl 2020

Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hafa tekið höndum saman um ljósmyndaverkefni sem miðar að því að safna samtímaheimildum um Austurland á tímum kórónaveirunnar.

Markmið verkefnisins er að fanga á mynd þær fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja vegna Covid19 faraldursins og safna um leið heimildum um þessa tíma fyrir komandi kynslóðir. Myndirnar verða settar upp á sýningu þegar aðstæður leyfa og síðan varðveittar hjá Ljósmyndasafni Austurlands.

Ljósmyndarinn Tara Tjörvadóttir sér um að taka myndirnar og mun hún fara um svæðið með myndavélina á lofti næstu daga. Ef fólk veit um skemmtileg myndefni sem fanga vel daglegt líf á tímum kórónaveirunnar t.d. börn í heimaskóla, fólk í sóttkví, fólk að vinna að heiman, ný verkefni sem ástandið hefur leitt af sér eða áhugaverðar merkingar á opinberum byggingum, er það hvatt til að setja sig í samband við Töru í gegnum Facebook eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ljósmynd: Tara Tjörvadóttir. 

Uppfært 3. júlí 2020: Verkefnið fékk styrk úr Safnasjóði í flýttri aukaúthlutun Safnaráðs 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...