Skip to main content

Opnunartími Minjasafnsins óbreyttur

31. júlí 2020

Á hádegi í dag taka í gildi hertar takmarkanir á samkomum hér á landi.

Opnunartími MInjasafns Austurlands verður óbreyttur en í samræmi við takmarkanir yfirvalda biðjum við gesti okkar um að sýna öðrum gestum og starfsfólki tillitsemi, virða tveggja metra regluna, þvo hendur og nota handspritt sem er aðgengilegt í afgreiðslu safnsins. Þá mega ekki vera fleiri en 20 inni í sýningarsal Minjasafnsins í einu samkvæmt tilmælum aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi. 

Í sumar er safnið opið alla daga frá kl. 10:00-18:00. Vetraropnunartími tekur gildi 1. september. Athugið að safnið verður lokað á frídegi verslunarmanna, 3. ágúst. 

Hér má lesa nánar um nýjar takmarkanir á samkomum. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...