Skip to main content

Landsbyggðarráðstefnu frestað aftur

28. ágúst 2020

Vegamótum, ráðstefnu Minjasafns Austurland og Félags þjóðfræðinga á Íslandi, hefur verið frestað til vors.

Upphaflega var ætlunin að halda ráðstefnuna 15.-17. maí síðastliðinn en tarkmarkanir á samkomuhaldi vegna Covid-19 faraldursins urðu til þess að henni var frestað fram í september í þeirri von að aðstæður myndu leyfa slíkt viðburðahald þá. Sú varð ekki raunin og því hefur verið tekin ákvörðun um að fresta ráðstefnunni aftur og halda hana í maí 2021. Nákvæmari tímasetning liggur ekki fyrir en verður auglýst þegar nær dregur. 

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi hefur í gegnum tíðina staðið fyrir landsbyggðarráðstefnum víða um land í samstarfi við safn eða fræðastofnun á viðkomandi stöðum.Yfirskrift og þema ráðstefnunnar á Egilsstöðum eru Vegamót sem vísar til þess að á ráðstefnunni mætist fólk úr ólíkum áttum; fólk frá ólíkum landshornum, fólk úr ýmsum fræðigreinum, nemar á ýmsum stigum í námi, áhuga- og fræðafólk. Þar mætast líka ólík viðfangsefni, hugmyndir, aðferðir og nálganir, fortíð og nútíð og hinir ýmsu krókar og kimar mannlífsins. Vegamót standa líka fyrir hreyfanleika, ferðalög og breytingar. Þegar komið er að vegamótum er venjan að staldra við, horfa í kringum sig, kanna ólíka möguleika og jafnvel líta yfir farinn veg. Yfirskriftin vísar einnig til staðsetningar ráðstefnunnar á Egilsstöðum en þeir hafa í gegnum tíðina verið nefndir vegamót Austurlands.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...