Skip to main content

Skráning muna í Lindarbakka

03. september 2020

Torfhúsið Lindarbakki er eitt helsta kennileiti á Borgarfirði eystra enda er húsið mikil bæjarprýði.

Húsið var byggt árið 1899 og eru hlutar þess enn upprunalegir. Elísabet Sveinsdóttir (Stella á Lindarbakka)  og eiginmaður hennar heitinn, Skúli Ingvarsson, keyptu húsið árið 1979 og nýttu eftir það sem sumardvalarstað. Síðastliðið sumar afhenti Stella Borgarfjarðarhreppi húsið formlega til eignar.

Minjasafn Austurlands hlaut nú í sumar styrk í gegnum byggðaþróunarverkefnið Betri Borgarfjörður til að skrá munina sem tilheyra húsinu. Markmiðið er útbúa heilstæða skrá yfir gripina í húsinu, með myndum og upplýsingum um uppruna þeirra og sögu. Eyrún Hrefna Helgadóttir, þjóðfræðingur og starfsmaður Minjasafnsins, fer fyrir verkefninu en hægt er að fylgjast með framvindu þess í máli og myndum á Facebook og Instagram (@lindarbakki).

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...