Skip to main content

Farskóli verður FJARskóli

15. september 2020

Vegna Covid-19 hefur hinum árlega Farskóla safnmanna verið breytt í FJARskóla. Meðal þess sem boðið verður uppá er málstofa um verkefnið Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?

Farskóli safnmanna er árleg fagráðstefna þar sem safnafólk kemur saman og fræðist og ræðir um það sem efst er á baugi í safnastarfi á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Farskólinn er þannig mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Til stóð að Farskólinn yrði haldinn í Vestmannaeyjum að þessu sinni en vegna Covid-19 var horfið frá því og ráðstefnunni breytt í FJARskóla. 

Fjarskólinn er skipulagður sem röð rafrænna fyrirlestra og málstofa sem verða haldnar vikulega frá og með 23. september. Fjarskólinn mun fara fram á samskiptaforritinu Zoom í samstarfi við Safnafræði við Háskóla Íslands. Þema fjarskólans er Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvernig söfn geta með fjölbreyttum hætti stuðlað að sjálfbærri þróun. Farið verður um víðan völl og fjallað um allt frá sýningargerð, skráningarmálum, stefnumótun, til sjálfbærra aðgerða í starfi.

Hægt er að nálgast dagskrá Fjarskólans hér. Ástæða er að vekja sérstaka athygli á því að í einni málstofunni verður fjallað um samstarfsverkefnið Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? sem Minjasafn Austurlands tók þátt í ásamt átta öðrum mennta- og menningarstofnunum og var tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2020. 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...