Skip to main content

Margvísleg afþreying í vetrarfríi

22. október 2020

Vetrarfrí er nú framundan í flestum grunnskólum á Austurlandi. Aðgerðarstjórn almannavarna biðlar til íbúa að ferðast ekki út fyrir fjórðunginn í fríinu og því tilvalið að líta sér nær og skoða hvaða afþreying er í boði í nágrenninu. 

Við minnum á að Minjasafnið er opið föstudaginn 23. október frá klukkan 11:00 til 16:00 og í tilefni vetrarfrís verður frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum þann dag. Hreindýrið Hreindís tekur sem fyrr vel á móti krökkum í krakkahorninu þar sem ýmislegt má finna sér til dundurs. Þá býður hún gestum einnig að fylgja krakkaleiðsögn Hreindísar um sýningar safnsins. Athygli er vakin á því að aðeins mega 20 fullorðnir vera inn á safninu í einu og við biðlum til fólks að fylgja sóttvarnarreglum og virða tveggja metra regluna. 

Það er líka hægt að hreiðra um sig heima í stofu og heimsækja Minjasafnið á netinu því hér á heimasíðunni má finna ýmislegt sér til dundurs: 

Í námsefni Minjasafnsins er að finna margvíslegan fróðleik og þrautir sem gaman er að spreyta sig á, t.d. um hreindýr og þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. 

Sýningin Kjarval - gripirnir úr bókinni stendur nú yfir á Sarpi. Þar má skoða gripi úr safnkosti Minjasafnsins sem birtust í bók Margrétar Tryggvadóttir, Kjarval - málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Tilvalið er að skoða bókina samhliða sýningunni. 

Undir liðnum "Fræðsla" á heimasíðunni er líka ýmislegt forvitnilegt, t.d. þetta kort þar sem hægt er að smella á mismunandi staði á Austurlandi og hlusta á þjóðsögur frá viðkomandi stað. Hvernig væri að skottast með símann upp að Fardagafossi og hlusta þar á söguna um skessuna sem býr undir fossinum?

Njótum þessa að vera með okkar nánustu, virðum tilmæli og förum varlega því við erum öll almannavarnir. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...