Skip to main content

Jóladagatal Minjasafnsins í fullum gangi

15. desember 2020

Nú er desember hálfnaður og 9 dagar eftir af jóladagatali Minjasafnsins.

Jóladagatalið hefur vonandi ekki farið framhjá neinum en á hverjum degi birtist hér inn á vefsíðunni einn valinn gripur úr safnkostinum sem tengist á einhvern hátt jólunum. Við minnum á að samhliða dagatalinu á vefsíðunni höfum við hvern dag sett grip dagsins í sýningarskápinn á efstu hæð Safnahússins og er því hægt að sjá með eigin augum alla þá gripi sem hafa leynst í gluggum dagatalsins hingað til. Þann 24. desember hafa allir gripir fengið sinn stað í sýningarskápnum og verður hægt að dást að þeim til og með 6. janúar n.k. Við hvetjum alla til þess að kíkja við. 

Verið velkomin í Safnahúsið. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...