Skip to main content

Ekki gleyma G-vítamíninu!

09. febrúar 2021

Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem opna dyr sínar á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, og bjóða upp á ráðlagðan dagskammt af "G-vítamíni"

Það er Geðhjálp sem stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Allan þorrann er daglega bent á eina aðgerð sem nota má sem G-vítamín. Miðvikudaginn 10. febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“.

Góð leið til að gleyma sér er einmitt að heimsækja safn, sökkva sér niður í það sem þar er í boði og njóta listar og menningar. Frítt er inn á valin söfn í tilefni dagsins og er Minjasafn Austurlands þar á meðal.

 Safnið er opið frá 11:00-16:00. Verið velkomin en munið sóttvarnarreglur og tilmæli. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...