Skip to main content

Eyðibýli á heimaslóðum

17. mars 2021

Ljósmyndasýningin "Eyðibýli á heimaslóðum" er nú til sýnis í Safnahúsinu.

Sýningin teygir sig á milli hæða í opnu rými hússins en hún er lokaverkefni Önnu Birnu Jakobsdóttur (f. 2001) frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2020. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er um að ræða ljósmyndir af nokkrum völdum eyðibýlum á Austurlandi, en samtals tekur Anna Birna fyrir níu eyðibýli víðsvegar um landshlutann og er hægt er að lesa stutta lýsingu á hverju þeirra og sjá á korti hvar þau eru staðsett. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við og sökkva sér í fortíðina með þessum flottu myndum. 

 

Sýninguna er hægt að skoða á opnunartíma Safnahússins, alla virka daga frá 9-19.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...