Skip to main content

Minjasafn Austurlands hlýtur öndvegisstyrk úr Safnasjóði

15. apríl 2021

Minjasafn Austurlands hlaut á dögunum öndvegisstyrk úr Safnasjóði. Framundan er bylting í húsnæðismálum safnsins og verður styrkurinn nýttur í verkefni sem tengjast henni. 

Á næstunni hefjast framkvæmdir við nýja viðbyggingu við Safnahúsið á Egilsstöðum þar sem safnið er til húsa. Sú framkvæmd er hluti af áætlunum sveitarfélagsins Múlaþings um að Safnahúsið og Sláturhúsið (sem hýsir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs) verði skilgreind menningarhús á Fljótsdalshéraði á grundvelli eldri áætlana stjórnvalda um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Framundan eru stór verkefni hjá Minjasafni Austurlands í tengslum við framkvæmdirnar en safnið þarf meðal annars að flytja stærstan hluta safnkostsins tímabundið úr húsinu á meðan framkvæmdum stendur. Þá er ætlunin að nýta styrkinn til að byggja upp aðstöðu safnsins í nýrri viðbyggingu og efla þannig faglegt starf þess á sviði varðveislu, rannsókna og miðlunar. Styrkurinn nemur átta milljónum króna sem skiptast niður á þrjú ár.

Þá hlaut safnið einnig verkefnastyrki til eins árs í framkvæmdir við sumarhús Kjarvals í Kjarvalshvammi og fyrir fyrirhugaða sumarsýningu safnsins. Einnig hlaut safnið styrk til starfrænna kynningarmála í aukaúthlutun úr Safnasjóði í lok síðasta árs. 

Nánar má lesa um úthlutanir Safnasjóðs hér

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr Safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Það er mikill heiður fyrir Minjasafn Austurlands að umsókn þess um öndvegisstyrk hafi hlotið brautargengi og staðfesting á öflugu starfi þess. Styrkirnir munu allir nýtast safninu vel og efla starfsemi þess enn frekar. 
 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...