Skip to main content

Vegamót: Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga

17. maí 2021

Minjasafn Austurlands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi standa saman að ráðstefnunni Vegamót sem fram fer á Egilsstöðum dagana 28.- 30. maí. 

Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þess að þar mætist fólk úr ólíkum áttum; fólk frá ólíkum landshornum, fólk úr ýmsum fræðigreinum, nemar á ýmsum stigum í námi, áhuga- og fræðafólk. Þar mætast líka ólík viðfangsefni, hugmyndir, aðferðir og nálganir, fortíð og nútíð og hinir ýmsu krókar og kimar mannlífsins. Yfirskriftin vísar jafnframt til staðsetningar ráðstefnunnar á Egilsstöðum en þeir hafa í gegnum tíðina verið nefndir vegamót Austurlands. Dagskráin teygir sig yfir alla helgina en fyrirlestrar verða fluttir á laugardeginum. 

 

Dagskrá:

Föstudagur 28. maí
18:00 Móttaka og setning ráðstefnunnar í Minjasafni Austurlands. Hægt verður að skoða sýningar safnsins. Unnur Birna Karlsdóttir segir frá sýningunni Hreindýrin á Austurlandi og Minjasafnið býður upp á léttar veitingar.

Laugardagur 29. maí
09:00 Fyrirlestrar í Valaskjálf á Egilsstöðum (húsið opnað kl 08:45).

Erindi flytja:
Áki Guðni Karlsson: Skipun gömlu hafnarinnar í Reykjavík
Dagrún Ósk Jónsdóttir: Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum
Eiríkur Valdimarsson: Manneskjan á milli línanna: Tilfinningar í dagbókum 19. aldar.
F. Elli Hafliðason: Þar er fólkið sem mér finnst gott að hafa heima hjá mér
Jón Jónsson: Táknmyndir á tímamótum: Brothættar byggðir og skeggjaðir skrítlingar
Kristinn Scram og Alice Bower: Vegalaust bjarnfólk
Sigurlaug Dagsdóttir: Að fanga þig og tímann: Stefnumót þriggja kvenna, þjóðfræðilegrar sýnar og ljósmyndarinnar í hversdeginum.
Trausti Dagsson: Stafræn hugvísindi, gerfigreind og þrívídd: Að vekja upp listamann úr rökkri skjalasafnsins
Unnur Birna Karlsdóttir: Tilskipun um þéttbýlismyndum á Egilsstöðum og fyrstu ár vaxandi byggðar.
Vitalina Ostimchuk: Not your typical elves and dwarves: Folklore in Dragon Age video games.
Þuríður Elísa Harðardóttir: Minjavernd nútímans: Áskoranir framtíðarinnar.

11:30 Hádegishlé.
12:15 Fyrirlestrar halda áfram.
14:30 Skoðunarferð. Keyrt verður frá Egilsstöðum sem leið liggur meðfram Lagarfljóti, í gegnum Hallormsstaðaskóg og upp í Fljótsdal. Komið við í Óbyggðasetri Íslands og á Skriðuklaustri.
18:30 Komið til baka í Egilsstaði
19:00 Pizzuhlaðborð (ekki innifalið í skráningargjaldi), bjór og skemmtun á Aski

Sunnudagur 30. maí
10:30 Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi á Tehúsinu
11:45 Ráðstefnunni formlega slitið
11:45 Hádegismatur (ekki innifalinn í skráningargjaldi)
13:30 Gönguferð upp að Fardagafossi

Ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirfram. Hægt er að skrá sig á alla dagskrána eða bara á fyrirlestrana á laugardeginum. Skráning fer fram hér

Facebook-viðburð fyrir ráðstefnuna má finna hér

Ráðstefnan er styrkt af SafnaráðiMúlaþingi og Landsvirkjun. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...