Vegamót: Landsbyggðarráðstefna Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga

Minjasafn Austurlands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi standa saman að ráðstefnunni Vegamót sem fram fer á Egilsstöðum dagana 28.- 30. maí. 

Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þess að þar mætist fólk úr ólíkum áttum; fólk frá ólíkum landshornum, fólk úr ýmsum fræðigreinum, nemar á ýmsum stigum í námi, áhuga- og fræðafólk. Þar mætast líka ólík viðfangsefni, hugmyndir, aðferðir og nálganir, fortíð og nútíð og hinir ýmsu krókar og kimar mannlífsins. Yfirskriftin vísar jafnframt til staðsetningar ráðstefnunnar á Egilsstöðum en þeir hafa í gegnum tíðina verið nefndir vegamót Austurlands. Dagskráin teygir sig yfir alla helgina en fyrirlestrar verða fluttir á laugardeginum. 

 

Dagskrá:

Föstudagur 28. maí
18:00 Móttaka og setning ráðstefnunnar í Minjasafni Austurlands. Hægt verður að skoða sýningar safnsins. Unnur Birna Karlsdóttir segir frá sýningunni Hreindýrin á Austurlandi og Minjasafnið býður upp á léttar veitingar.

Laugardagur 29. maí
09:00 Fyrirlestrar í Valaskjálf á Egilsstöðum (húsið opnað kl 08:45).

Erindi flytja:
Áki Guðni Karlsson: Skipun gömlu hafnarinnar í Reykjavík
Dagrún Ósk Jónsdóttir: Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum
Eiríkur Valdimarsson: Manneskjan á milli línanna: Tilfinningar í dagbókum 19. aldar.
F. Elli Hafliðason: Þar er fólkið sem mér finnst gott að hafa heima hjá mér
Jón Jónsson: Táknmyndir á tímamótum: Brothættar byggðir og skeggjaðir skrítlingar
Kristinn Scram og Alice Bower: Vegalaust bjarnfólk
Sigurlaug Dagsdóttir: Að fanga þig og tímann: Stefnumót þriggja kvenna, þjóðfræðilegrar sýnar og ljósmyndarinnar í hversdeginum.
Trausti Dagsson: Stafræn hugvísindi, gerfigreind og þrívídd: Að vekja upp listamann úr rökkri skjalasafnsins
Unnur Birna Karlsdóttir: Tilskipun um þéttbýlismyndum á Egilsstöðum og fyrstu ár vaxandi byggðar.
Vitalina Ostimchuk: Not your typical elves and dwarves: Folklore in Dragon Age video games.
Þuríður Elísa Harðardóttir: Minjavernd nútímans: Áskoranir framtíðarinnar.

11:30 Hádegishlé.
12:15 Fyrirlestrar halda áfram.
14:30 Skoðunarferð. Keyrt verður frá Egilsstöðum sem leið liggur meðfram Lagarfljóti, í gegnum Hallormsstaðaskóg og upp í Fljótsdal. Komið við í Óbyggðasetri Íslands og á Skriðuklaustri.
18:30 Komið til baka í Egilsstaði
19:00 Pizzuhlaðborð (ekki innifalið í skráningargjaldi), bjór og skemmtun á Aski

Sunnudagur 30. maí
10:30 Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi á Tehúsinu
11:45 Ráðstefnunni formlega slitið
11:45 Hádegismatur (ekki innifalinn í skráningargjaldi)
13:30 Gönguferð upp að Fardagafossi

Ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirfram. Hægt er að skrá sig á alla dagskrána eða bara á fyrirlestrana á laugardeginum. Skráning fer fram hér

Facebook-viðburð fyrir ráðstefnuna má finna hér

Ráðstefnan er styrkt af SafnaráðiMúlaþingi og Landsvirkjun.