Skip to main content

Lista fyrir alla - um allt land

06. september 2021

List fyrir alla hefur opnað nýjan vef þar sem nálgast má yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna. Minjasafn Austurlands er að sjálfsögðu þar á meðal.

List fyrir alla er verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur verið starfrækt síðastliðin fimm ár. Markmið þess er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi þeirra að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. Á nýja vefnum er hægt að fara í ferðalag um landið og kynna sér margvíslega menningarmöguleika fyrir börn og ungmenni á hverjum stað.

Listi Austurlands er fjölbreyttur og glæsilegur. Þar má meðal annars finna upplýsingar um Minjasafn Austurlands og marga fleiri skemmtilega og áhugaverða staði í fjórðungnum. 

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...