Skip to main content

Roðagyllt Safnahús

02. desember 2021

Þessa dagana slær roðagylltum bjarma á Safnahúsið. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi.

Tilefnið er 16 daga árlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og lýkur þann 10. desember sem er mannréttindagurinn.Yfirskrift átaksins er "Orange the world" eða "Roðagyllum heiminn" og í tilefni af því eru hinar ýmsu byggingar lýstar upp með appelsínugulum lit sem táknar bjarta framtíð án ofbeldis. Hér á landi er það Soropimistafélag Íslands sem hefur veg og vanda að átakinu.

 

Sveitarfélagið Múlaþing og Soroptimistaklúbbur Austurlands standa í sameiningu fyrir því að lýsa upp byggingar í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og sýna þannig samstöðu og standa með konum. Auk Safnahússins á Egilsstöðum eru skrifstofur sveitarfélagsins á Djúpavogi og Seyðisfirði lýstar upp og á Borgarfirði er ljósi varpað á Fjarðaborg. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...