Skip to main content

Ógnvaldar í Safnahúsinu

09. maí 2022

Víkingar, vopn þeirra og bardagaaðferðir voru til umfjöllunar í Safnahúsinu á dögunum þegar þeir Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarsson, héldu þar fyrirlestur sinn: Ógnvaldar - bardagaaðferðir víkinga.

Þeir William og Reynir eru báðir félagar í Hurstwic hópnum, bandarískum samtökum sem hafa stundað rannsóknir á bardagaaðferðum og lifnaðarháttum víkinga í meira en 20 ár.  Í fyrirlestrinum fjölluðu þeir félagar um rannsóknir og rannsóknaraðferðir hópsins sem hafa oftar en ekki leitt til athyglisverðra og óvæntra niðurstaðna. Um efnið hafa William og Reynir einnig fjallað í bók sinni, Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat, sem út kom í fyrra. 

Meðal þess sem þeir félagar gerðu að umtalsefni í fyrirlestrinum var áhugaverður spjótsoddur sem varðveittur er á Minjasafni Austurlands. Lítið er vitað um gripinn annað en að hann er líklega mjög forn. Ekki er ólíklegt að starfsfólk safnsins leggist í nánari rannsóknir á gripnum í samstarfi við hópinn. 

Mynd: William Short segir frá rannsóknum Hurstwic hópsins.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...