Hver verður fjallkona?

Þjóðhátíðardagurinn er framundan með öllu sem honum tilheyrir. Einn af hápunktum hátíðarhaldanna er þegar sjálf fjallkonan stígur á stokk en mikil leynd hvílir yfir því hver er fjallkona hverju sinni. 

Minjasafn Austurlands varðveitir kyrtilbúninginn sem fjallkonan á Fljótsdalshéraði klæðist á þjóðhátíðardaginn. Kyrtilinn gaf kvenfélagið Bláklukka Egilsstaðabæ árið 1997 í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Búningurinn var sniðinn af Láru Elísdóttur klæðskera; Margrét Björgvinsdóttir saumaði hann og bróderaði mynstrið; Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir orkeraði blúndur í hálsmál og framan á ermar og Helga Þórarinsdóttir saumaði höfuðbúnaðinn.

24 konur hafa klæðast búningnum í gegnum tíðina og þannig átt þátt í að ljá samkomunni hátíðlegum blæ. Eftir því sem við komumst næst er listinn eitthvað á þessa leið en ekki er ólíklegt að þarna hafi einhverjar villur slæðast með. Ef þið getið fyllt inn í eyðuna eða leiðrétt villur megið þið gjarnan senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skrifa okkur skilaboð á Facebook. Eins þætti okkur gaman að fá myndir af fjallkonum fyrri ára ef þær eru til.

FJALLKONUR FRÁ ÁRINU 1997:

1997: Edda Sigfúsdóttir
1998:
1999: Gyða Þorbjörg Guttormsdóttir
2000: Fanney Ingadóttir
2001: Auður Vala Gunnarsdóttir
2002: Ruth Magnúsdóttir
2003: Hulda Elisabeth Daníelsdóttir
2004: Stefanía Jóhanna Valdimarsdóttir
2005: Anna Dóra Helgadóttir
2006: Halldóra Malín Pétursdóttir 
2007: Anna Alexandersdóttir
2008: Edda Óttarsdóttir
2009: Guðlaug Ólafsdóttir
2010: Karen Erla Erlingsdóttir
2011: Sigþrúður Sigurðardóttir
2012: Jóney Jónsdóttir
2013: Stefanía Malen Stefánsdóttir
2014: Maríanna Jóhannsdóttir
2015: Bryndís Fiona Ford
2016: Guðrún Ragna Einarsdóttir
2017: Alda Björg Lárusdóttir
2018: Katrín Högnadóttir
2019: María Veigsdóttir
2020: Engin fjallkona
2021: Sandra Ösp Valdimarsdóttir