Skip to main content

Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu

31. janúar 2023

Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræðingur fjalla um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú.

Helsta rannsóknarsvið Hrafnkötlu eru snýkjudýr í jórturdýrum en á síðast ári snérust rannsóknir hennar um óhefðbundnar lækningar í sauðfjárrækt og óþekktan lifrarsjúkdóm í íslenskum hreindýrum. Aðgangur er ókeypis - verið velkomin.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni standa Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast hann hér.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...