Skip to main content

Sauðkind og safnkostur

02. febrúar 2023

Íslenska sauðkindin þykir harðgerð enda hefur hún aðlagað sig vel að erfiðum aðstæðum hér á landi. Landsmenn hafa í gegnum tíðina lært að nýta hana til hins ýtrasta og spilaði hún stórt hlutverk í því að halda lífi í þjóðinni. Ull og skinn voru notuð í klæði og skófatnað og úr hornum smíðuðu menn spæni og hagldir. Upp á völur og leggi var undinn þráður og bein og horn voru leikföng barna. Tóbakspungar, buddur fyrir aura og annað smádót var unnið úr hrútspungum.

Í tilefni af þorranum ákváðum við á Minjasafni Austurlands að draga fram muni úr safnkostinum sem hægt væri tengja við sauðkindina og sýna í Krubbunni.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...