Skip to main content

Merki Minjasafnsins í afmælisbúning

29. mars 2023

Eins og glöggir vegfarendur um vefinn hafa ef til vill tekið eftir er merki Minjasafns Austurlands komið í nýjan búning. Breytingin er tímabundin og gerð í tilefni af því að í ár verða 80 ár liðin frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað en stofnfundur þess fór fram á fundi á Hallormsstað 10.-11. október árið 1943. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að setja merki Minjasafnsins í í tímabundinn afmælisbúning og minna þannig á þá löngu sögu sem safnið á að baki. Ýmislegt fleira er á döfinni í tengslum við afmælisárið og vert að hvetja fólk til að fylgjast með á vef og samfélagsmiðlum safnsins. 

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...