Skip to main content

Merki Minjasafnsins í afmælisbúning

29. mars 2023

Eins og glöggir vegfarendur um vefinn hafa ef til vill tekið eftir er merki Minjasafns Austurlands komið í nýjan búning. Breytingin er tímabundin og gerð í tilefni af því að í ár verða 80 ár liðin frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað en stofnfundur þess fór fram á fundi á Hallormsstað 10.-11. október árið 1943. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að setja merki Minjasafnsins í í tímabundinn afmælisbúning og minna þannig á þá löngu sögu sem safnið á að baki. Ýmislegt fleira er á döfinni í tengslum við afmælisárið og vert að hvetja fólk til að fylgjast með á vef og samfélagsmiðlum safnsins. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...