Skip to main content

Samstarf Minjasafnsins og Tjarnarskógar

30. mars 2023

Í vetur hafa nemendur leikskólans Tjarnarskógar sem fæddir eru árið 2019 heimsótt Minjasafn Austurlands reglulega í litlum hópum. Hver hópur hefur komið fjórum sinnum á safnið og samtals hafa þetta verið 16 heimsóknir.

Í heimsóknunum er fjallað um líf fólks í gamla torfbæjarsamfélaginu og mismunandi viðfangsefni eru tekin fyrir í hverri heimsókn, þ.e. híbýli, matur, föt og síðast en ekki síst leikir barna. Jafnframt fá nemendur að kynnast því hvers konar staðir söfn eru, hvernig hlutir er geymdir þar og þeim umgengnisreglum sem þar gilda. Lögð er áhersla á að leyfa börnunum að snerta, prófa og nýta frjálsan leik eins og kostur er.

Þetta vel heppnaða samstarf safnsins og leikskólans hefur staðið yfir um árabil og er alltaf jafn gefandi. Síðasti hópur vetrarins heimsótti safnið nú á dögunum og við hlökkum mikið til að taka á móti næsta árgangi þegar hausta tekur. 

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...