Skip to main content

Öskudagurinn 2016

10. febrúar 2016

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að öskudagurinn er í dag. Dagurinn markar upphaf lönguföstu sem stendur fram til páskadags.

Heiti hans er dregið af því að í katólsum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta á þessum degi. Margvíslegir siðir og venjur eru tengdar öskudeginum víða um heim. Einn þessara siða er alíslenskur en það er sá siður að hengja öskupoka á fólk. Elstu öruggu heimildina um öskupoka er að finna í Orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík en hún er að öllum líkindum frá miðri 18. öld.

 

Samkvæmt hjátrúnni á öskudagurinn sér 18 bræður sem þýðir að við megum búast við 18 dögum með sama veðurfari og var í dag. Ekki eru þó allir sammála um hvaða 18 dagar það eru (heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson).

Í dag er algengt að börn haldi upp á daginn með því að ganga í fyrirtæki, syngja fyrir fólk og fá sælgæti að launum. Þessi siður hefur verið einna sterkastur á Akureyri en hefur breiðst um allt land. Nokkrir frumlegir og flottir hópar lögðu leið sína í Safnahúsið í dag.

 

Skudagur3
Oskudagur2016
Oskudagur2

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...