Selás 1 - Oddi, 1956

Stefán Einarsson frá Hrjót í Hjaltastaðaþinghá og Sigríður Þórarinsdóttir.

Selás 4 - Bjarmahlíð, 1946

Fyrstu íbúar: Steinþór Eiríksson, vélsmiður frá Þórsnesi í Hjaltastaðaþinghá og foreldrar hans, Eiríkur og Stefanía. Seinna kvæntist Steinþór Þórunni Þórhallsdóttur frá Ljósavatni.
Fyrsta íbúðarhúsið sem flutt var í í þorpinu.

Selás 6 - Varmahlíð, 1947

Fyrstu íbúar: Hjónin Ari Björnsson frá Mýnesi í Eiðaþinghá og Bjarghildur Sigurðardóttir frá Vallanesi á Völlum. Ari rak verslun í húsi sínu um árabil og stundum var húsið nefnt Arabía.
Með þeim á mynd: Börn þeirra hjóna, Erla, Sigurður, Björn, Gerður, Ingibjörg, Bergljót og Guðný.

Selás 10 - Reynihlíð, 1950

Fyrstu íbúar: Hjónin Bergur Ólason frá Þingmúla í Skriðdal og Svanhildur Sigurðardóttir frá Vestmannaeyjum.
Með þeim á mynd: Bergljót og Þorgeir, börn þeirra.

Selás 12 - Hlíð, 1948

Fyrstu íbúar: Hjónin Einar Ólason frá Þingmúla í Skriðdal og Ásgerður Guðjónsdóttir. Með Ásgerði á mynd: Jónína Sigrún og Hulda Margrét dætur þeirra.
Hjónin Metúsalem Ólason frá Þingmúla og Rósa Bergsteinsdóttir frá Ási í Fellum og Guttormur sonur þeirra. Með þeim á mynd: Ragnheiður Bergljót og Guttormur börn þeirra.
Seinna byggðu Metúsalem og Rósa sér hús að Selási 21.


Selás 14 - Fell, 1948

Fyrstu íbúar: Hjónin Björgvin Hrólfsson frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og Jónína Óladóttir frá Þingmúla í Skriðdal.

Laufás 1 - Laufás, 1947

Fyrstu íbúar: Hjónin Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal og Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði.
Með þeim á mynd: Synir þeirra, Baldur (fóstursonur), Stefán og Vilhjálmur og Gerður Unndórsdóttir, kona Vilhjálms.

Laufás 2 - Bjarki, 1953

Fyrstu íbúar: Hjónin Guðmundur Magnússon og Aðaldís Pálsdóttir og dætur þeirra, Anna Heiður og Ólöf Magna.

Laufás 3 - Birkihlíð, 1947

Fyrstu íbúar: Hjónin Stefán Pétursson frá Bót og Laufey Valdimarsdóttir Snævar. Húsið var rifið árið 2013 og nýtt hús reist á lóðinni.

Laufás 4 - Ásbrún, 1950

Fyrstu íbúar: Hjónin Garðar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal og Erna Elíasdóttir. Með þeim á mynd: Erna Gréta dóttir þeirra.

Laufás 7 - Vindás, 1946

Fyrstu íbúar: Hjónin Vilhjálmur Emilsson frá Seyðisfirði og Ingibjörg Stefánsdóttir frá Mýrum í Skriðdal. Með þeim á mynd: Björg og Vilhjálmur Emil, börn þeirra.

Laufás 9 - Sunnuhvoll, 1956

Fyrstu íbúar: Sveinn Guðbrandsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Þar bjó einnig dóttir þeirra, Guðlaug ljósmóðir með börn sín, Gunnlaug, Svein, Bergþóru og Steinunni.

Laufás 10 - Ás, 1953

Fyrstu íbúar: Hjónin Svavar Stefánsson mjólkurbústjóri og Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir. Með þeim á mynd: Birna og Ingunn, dætur þeirra.

Tjarnarbraut 1 - Lyngás (Nielsenshús), 1947

Fyrstu íbúar: Hjónin Osvald Nielsen og Friðborg Einarsdóttir frá Flögu í Skriðdal og Erna Nielsen dóttir þeirra. Fyrsta íbúðarhús sem byrjað var að byggja í þorpinu en bygging þess hófst árið 1944.

Tjarnarbraut 3 - Hvassafell, 1950

Fyrstu íbúar: Hjónin Árni G. Pétursson, ráðunautur frá Oddastöðum á Sléttu og Guðný Ágústsdóttir frá Raufarhöfn. Húsið var í eigu Búnaðarsambands Austurlands.

Tjarnarbraut 5 - Lágafell, 1946

Fyrstu íbúar: Hjónin Erlendur Þorsteinsson, fyrrverandi bústjóri á Eiðum og Þóra Stefánsdóttir og börn þeirra, Kormákur, Steinþór og Soffía.

Tjarnarbraut 7 - Háafell, 1953

Sigurður Gunnarsson og Alda Jónsdóttir. Með þeim á mynd: Erna Berglind, Gunnar Hilmar, Sigíður Jóna og Örn.

Tjarnarbraut 9 - Heiðmörk, 1953

Fyrstu íbúar: Sölvi Aðalbjarnarson og Sigurborg Sigurbjörnsdóttir. Með þeim á mynd: Una, Sigurþór og Heiðar Víkingur.

Lagarás 20 - Dýralæknisbústaður, 1946

Fyrstu íbúar: Hjónin Bragi Steingrímsson, dýralæknir frá Akureyri og Sigurbjörg Lárusdóttir frá Breiðabólsstað.
Með þeim á mynd: Matthias, Steingrímur, Kormákur, Halldór, Baldur, Þorvaldur, Angela, Kristín og Grímhildur, börn þeirra.

Hamrahlíð 2 - Hjarðarholt, 1949

Fyrstu íbúar: Hjónin Margrét Gísladóttir frá Skógargerði í Fellum og Sigurður Einarsson frá Víðivöllum í Fljótsdal. Einnig bjó þar Jónas Einarsson, bróðir Sigurðar.
Með þeim á mynd: Börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Á myndinni sjást Hjarðarholt og Hjarðarhlíð, Hjarðarholt er fjær.

Hamrahlíð 4 - Hlíðarfell, 1951

Fyrstu íbúar: Hjónin Sigfús Árnason frá Ormarsstöðum í Fellum og Guðný Björgvinsdóttir frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð.
Á myndinni sjást Hlíðarfell og Hjarðarholt, Hlíðarfell er nær.