
Sumar
Á sumardaginn fyrsta var opnuð ný örsýning í sýningarskápnum á efstu hæð safnahússins. Sú ber einfaldlega nafnið sumar og er, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð hinu íslenska sumri. Á sýningunni eru margvíslegir gripir úr safnkosti safnsins sem allir tengjast sumrinu á einhvern hátt auk þess sem þar er hægt að skoða ýmsar sumarlegar ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Austurlands..