Yfirstandandi sérsýningar

Sauðkind og safnkostur

Íslenska sauðkindin þykir harðgerð enda hefur hún aðlagað sig vel að erfiðum aðstæðum hér á landi. Landsmenn hafa í gegnum tíðina lært að nýta hana til hins ýtrasta og spilaði hún stórt hlutverk í því að halda lífi í þjóðinni. Ull og skinn voru notuð í klæði og skófatnað og úr hornum smíðuðu menn spæni og hagldir. Upp á völur og leggi var undinn þráður og bein og horn voru leikföng barna. Tóbakspungar, buddur fyrir aura og annað smádót var unnið úr hrútspungum. Á sýningunni Saukind og safnkostur gefur að líta muni úr safnkosti Minjasafns Austurlands sem hægt væri tengja við sauðkindina á einn eða annan hátt. 

Kassar

Kassar hafa yfir sér leyndardómsfullan blæ. Hlutverk þeirra er breytilegt og hægt er að nýta þá undir alls kyns gull og gersemar eða dót og drasl. Sumir eru sannkölluð listaverk á meðan aðrir eru þjóna frekar hagnýtu hlutverki en fagurfræðilegu. Ef leitarorðið kassi er slegið inn í skráningarkerfi Minjasafns Austurlands koma upp 175 færslur. Á sýningunni Kassar, sem nú stendur yfir í sýningarskápnum á þriðju hæð Safnahússins, má sjá úrval af þeim kössum sem safnið hefur að geyma og enn fleiri er hægt að sjá hér. 

Kjarval - Gripirnir úr bókinni

Nú stendur yfir á Sarpi vefsýningin Kjarval - Gripirnir úr bókinni. Þar er hægt að skoða nánar þá gripi sem birtust í bókinni Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir sem kom út á síðasta ári. 

Í bókinni segir Margrét Tryggvadóttir sögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar, á heillandi og aðgengilegan hátt. Bókina prýðir fjöldi mynda, m.a. af hlutum sem voru í eigu Kjarvals og eru nú varðveittir á Minjasafni Austurland og eru þeir allir til sýnis á vefsýningunni nýju.  

Við hvetjum sýningargesti til að setjast niður við tölvuna með bókina við höndina, skoða hana samhliða sýningunni og reyna að finna alla gripina á síðum bókarinnar. Einnig hafa þrír auka gripir sem ekki eru í bókinni laumað sér með á sýninguna. Getur þú fundið þá?

Minjasafn Austurlands varðveitir mun fleiri gripi úr eigu Kjarvals en þá sem birtust í bókinni. Myndir og upplýsingar um þá eru einnig aðgengilegar á Sarpi, sjá hér.


Opnunartímar
1. sept - 31.maí - Þriðjudaga - föstudaga:  11:00-16:00
1. júní - 31. ágúst - Alla daga: 10:00-18:00

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum