Skip to main content

Samtímarannsóknir

Kreppusögur

Í kjölfar efnhagshrunsins fór Minjasafn Austurlands af stað með verkefni sem snérist um að taka viðtöl við fólk um reynslu þeirra af kreppunni. Verkefnið var samstarfsverkefni Minjasafnsins og fyrirtækisins Sagnabrunns á Seyðisfirði. Viðtölin, sem tekin voru árið 2008, eru nú varðveitt hjá Miðstöð munnlegrar sögu

Leikir barna

Á árunum 2009-2012 tók Minjasafn Austurlands þátt í rannsókn á leikjum 10 ára barna á Íslandi. Söfnin sem stóðu að rannsókninni voru auk Minjasafnsins: Árbæjarsafn í Reykjavík, Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Lækningaminjasafn Íslands í Nesi, Minjasafnið á Akureyri, Þjóðfræðistofa á Hólmavík og Þjóðminjasafn Íslands. Árið 2009 voru tekin viðtöl 10 ára börn um allt land og þau spurð út í leiki sína. Afrakstur rannsóknarinnar var rannsóknarskýrsla sem kom út árið 2012 og farandsýningin Ekki snerta jörðina sem sett var upp í Minjasafninu sama ár. Nánari upplýsingar um rannsóknina og sýninguna fá finna hér.