Heimsókn frá Noregi
23. apríl 2013
Í síðustu viku, dagana 15.-17. apríl, voru góðir gestir í heimsókn á Austurlandi, Norðmennirnir Erik Bugge, verkefnisstjóri hjá Kulturkontakt Vesterålen, og Geir Are Johansen, forstöðumaður Museum Nord. Tilefni heimsóknarinnar voru hugleiðingar um samband og samvinnu menningarstofnana og safna í Vesterålen og á Íslandi, en menningarlíf á Austurlandi hefur áður notið góðs af slíku samstarfi og drifkrafti Eriks Bugge í því sambandi. Erik og Geir litu m.a. við hjá Minjasafni Austurlands ásamt því að heimsækja fleiri söfn og staði hér fyrir austan.
Síðustu fréttir
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
30. október 2024
Byggðahátíðin Dagar myrkurs fer nú fram á Austurlandi og af því tilefni buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem ýmis afþreying var í boði fyrir unga sem aldna.
Á bókasafninu var...
320 grunnskólabörn sjá Kjarval
17. október 2024
Undanfarna daga hafa um 320 nemendur úr grunnskólum af öllu Austurlandi sótt Sláturhúsið á Egilsstöðum heim og séð leiksýninguna Kjarval í uppsetningu Borgarleikhússins. Leiksýningin byggir að hlut...
Fjölmenni við opnun sýningarinnar Kjarval á Austurlandi
17. september 2024
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Kjarval á Austurlandi sem Minjasafn Austurlands stendur nú fyrir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en hún var opnuð síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er fja...