Skip to main content

Yfirstandandi sérsýningar

Kjarval - Gripirnir úr bókinni

Nú stendur yfir á Sarpi vefsýningin Kjarval - Gripirnir úr bókinni. Þar er hægt að skoða nánar þá gripi sem birtust í bókinni Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir sem kom út á síðasta ári. 

Í bókinni segir Margrét Tryggvadóttir sögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar, á heillandi og aðgengilegan hátt. Bókina prýðir fjöldi mynda, m.a. af hlutum sem voru í eigu Kjarvals og eru nú varðveittir á Minjasafni Austurland og eru þeir allir til sýnis á vefsýningunni nýju.  

Við hvetjum sýningargesti til að setjast niður við tölvuna með bókina við höndina, skoða hana samhliða sýningunni og reyna að finna alla gripina á síðum bókarinnar. Einnig hafa þrír auka gripir sem ekki eru í bókinni laumað sér með á sýninguna. Getur þú fundið þá?

Minjasafn Austurlands varðveitir mun fleiri gripi úr eigu Kjarvals en þá sem birtust í bókinni. Myndir og upplýsingar um þá eru einnig aðgengilegar á Sarpi, sjá hér.