Safnahús eign Fljótsdalshéraðs
07. febrúar 2014
Stjórn Minjasafnsins samþykkti á fundi í dag að eignarhluti Minjasafns Austurlands í Safnahúsinu á Egilsstöðum sé seldur til Fljótsdalshéraðs, samhliða því sem gerður var langtímasamningur um afnot og leigu Minjasafnsins á eignarhlutanum. Samkvæmt samningunum yfirtekur Fljótsdalshérað eignarhluta safnsins miðað við afhendingu um síðastliðin áramót. Samningurinn kveður á um skyldu Fljótsdalshéraðs til að vinna að viðhaldi og endurbótum á Safnahúsinu samkvæmt markmiðum viðhalds- og endurbótaáætlunar. Undir samninginn skrifaði Björn Ingimarsson fyrir hönd Fljótsdalshéraðs og Sigurjón Bjarnason formaður stjórnar Minjasafnsins. Vottar að undirritun voru Jón Þórðarsson sveitarstjóri Borgarfjarðar eystri og Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps.
Áður, eða þann 30. jan. s.l., hafði stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga samþykkt breytingu eignarhalds hússins fyrir sitt leyti.
Þessi áfangi er fagnaðarefni enda hefur verið unnið að málinu um nokkurra ára skeið og sendu t.d. stjórn Minjasafns og Héraðsskjalasafns frá sér sameiginlega yfirlýsingu vorið 2010 þar sem hvatt var til þess að eignarhaldið á húsinu færðist yfir til Fljótsdalshéraðs, til að einfalda þann þátt í rekstri hússins, ekki síst til að greiða fyrir viðhaldi og framkvæmdum við húsið.
Framundan eru spennandi tímar þar sem tækifæri gefast til að byggja upp starfsemi í húsinu, efla varðveislu og miðlun menningarminja Austurlands og bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á lifandi og fjölbreytta safnastarfsemi.
Áður, eða þann 30. jan. s.l., hafði stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga samþykkt breytingu eignarhalds hússins fyrir sitt leyti.
Þessi áfangi er fagnaðarefni enda hefur verið unnið að málinu um nokkurra ára skeið og sendu t.d. stjórn Minjasafns og Héraðsskjalasafns frá sér sameiginlega yfirlýsingu vorið 2010 þar sem hvatt var til þess að eignarhaldið á húsinu færðist yfir til Fljótsdalshéraðs, til að einfalda þann þátt í rekstri hússins, ekki síst til að greiða fyrir viðhaldi og framkvæmdum við húsið.
Framundan eru spennandi tímar þar sem tækifæri gefast til að byggja upp starfsemi í húsinu, efla varðveislu og miðlun menningarminja Austurlands og bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á lifandi og fjölbreytta safnastarfsemi.
Síðustu fréttir
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
30. október 2024
Byggðahátíðin Dagar myrkurs fer nú fram á Austurlandi og af því tilefni buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem ýmis afþreying var í boði fyrir unga sem aldna.
Á bókasafninu var...
320 grunnskólabörn sjá Kjarval
17. október 2024
Undanfarna daga hafa um 320 nemendur úr grunnskólum af öllu Austurlandi sótt Sláturhúsið á Egilsstöðum heim og séð leiksýninguna Kjarval í uppsetningu Borgarleikhússins. Leiksýningin byggir að hlut...
Fjölmenni við opnun sýningarinnar Kjarval á Austurlandi
17. september 2024
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Kjarval á Austurlandi sem Minjasafn Austurlands stendur nú fyrir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en hún var opnuð síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er fja...