Flutningar í nýtt varðveislurými

Í dag var mikið um að vera á Minjasafninu þegar stór hluti safnkostsins var fluttur í nýtt varðveislurými. 

Geymslur Minjasafnsins í Safnahúsinu eru fyrir löngu sprungnar og var það farið að hamla starfsemi safnsins á margvíslegan máta. Nýverið fékk Minjasafnið leigt nýtt varðveislurými að Tjarnarási á Egilsstöðum en það rými var hugsað fyrir stóra og síður viðkvæma gripi. Eftir endurbætur á húnæðinu var ekkert því til fyrirstöðu að flytja þangað muni en ljóst var að liðsauka þyrfti í verkefnið enda það ekki af smærri gerðinni. 

Í dag mætti síðan vösk sveit frá björgunarsveitinni Jökli með bíl og skotbómulyftara og fluttu þau gripina í nýja varðveislurýmið undir dyggri stjórn safnvarða sem sáu til þess að allir munir færu á rétta staði og upplýsingar um þá væru á vísum stað. Þátttaka björgunarsveitarinnar í verkefninu var liður í fjáröflun hennar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að leysa það hratt og vel af hendi. 

Myndirnar tala sínu máli: 

 

20170412 Flutningar 4
20170412 Flutningar 6
20170412 Flutningar 15
20170412 Flutningar 11
20170412 Flutningar 9
20170412 Flutningar 10
20170412 Flutningar 14
20170412 Flutningar 2
20170412 Flutningar 3
20170412 Flutningar 1
20170412 Flutningar 8
20170412 Flutningar 7
20170412 Flutningar 12
20170412 Flutningar 13