Skip to main content

Flutningar í nýtt varðveislurými

12. apríl 2017

Í dag var mikið um að vera á Minjasafninu þegar stór hluti safnkostsins var fluttur í nýtt varðveislurými. 

Geymslur Minjasafnsins í Safnahúsinu eru fyrir löngu sprungnar og var það farið að hamla starfsemi safnsins á margvíslegan máta. Nýverið fékk Minjasafnið leigt nýtt varðveislurými að Tjarnarási á Egilsstöðum en það rými var hugsað fyrir stóra og síður viðkvæma gripi. Eftir endurbætur á húnæðinu var ekkert því til fyrirstöðu að flytja þangað muni en ljóst var að liðsauka þyrfti í verkefnið enda það ekki af smærri gerðinni. 

Í dag mætti síðan vösk sveit frá björgunarsveitinni Jökli með bíl og skotbómulyftara og fluttu þau gripina í nýja varðveislurýmið undir dyggri stjórn safnvarða sem sáu til þess að allir munir færu á rétta staði og upplýsingar um þá væru á vísum stað. Þátttaka björgunarsveitarinnar í verkefninu var liður í fjáröflun hennar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að leysa það hratt og vel af hendi. 

Myndirnar tala sínu máli: 

 

20170412 Flutningar 4
20170412 Flutningar 6
20170412 Flutningar 15
20170412 Flutningar 11
20170412 Flutningar 9
20170412 Flutningar 10
20170412 Flutningar 14
20170412 Flutningar 2
20170412 Flutningar 3
20170412 Flutningar 1
20170412 Flutningar 8
20170412 Flutningar 7
20170412 Flutningar 12
20170412 Flutningar 13

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...