Skip to main content

Gestkvæmt í desember

19. desember 2017

Það sem af er desember hafa 210 nemendur á aldrinum 5-11 ára heimsótt Minjasafnið í þeim tilgangi að fá fræðslu um jólahald fyrri tíma.

Nemendurnir komu frá leikskólanum Tjarnarskógi, Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum hafa verið útgangspunkturinn í flestum heimsóknunum en margir þessara nemenda höfðu verið að vinna með vísurnar í skólum sínum. Í heimsóknunum var farið yfir vísurnar og fjallað um þá hluti og athafnir sem jólasveinarnir draga nöfn sín af. Út frá því spunnust svo umræður um aðstæður fólks og jólahald í gamla daga. Allar voru heimsóknirnar afar ánægjulegar enda gestirnir bæði áhugasamir og skemmtilegir. 

Á árinu 2017 hafa tæplega 700 nemendur og 95 kennarar heimsótt Minjasafnið. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá skólaheimsóknum í desember.

20171219 Geskvmt  Desember 6
20171219 Geskvmt  Desember 12
20171219 Geskvmt  Desember 4
20171219 Geskvmt  Desember 7
20171219 Geskvmt  Desember 2
20171219 Geskvmt  Desember 5
20171219 Geskvmt  Desember 9

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...