Gestkvæmt í desember

Það sem af er desember hafa 210 nemendur á aldrinum 5-11 ára heimsótt Minjasafnið í þeim tilgangi að fá fræðslu um jólahald fyrri tíma.

Nemendurnir komu frá leikskólanum Tjarnarskógi, Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum hafa verið útgangspunkturinn í flestum heimsóknunum en margir þessara nemenda höfðu verið að vinna með vísurnar í skólum sínum. Í heimsóknunum var farið yfir vísurnar og fjallað um þá hluti og athafnir sem jólasveinarnir draga nöfn sín af. Út frá því spunnust svo umræður um aðstæður fólks og jólahald í gamla daga. Allar voru heimsóknirnar afar ánægjulegar enda gestirnir bæði áhugasamir og skemmtilegir. 

Á árinu 2017 hafa tæplega 700 nemendur og 95 kennarar heimsótt Minjasafnið. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá skólaheimsóknum í desember.

20171219 Geskvmt  Desember 6
20171219 Geskvmt  Desember 12
20171219 Geskvmt  Desember 4
20171219 Geskvmt  Desember 7
20171219 Geskvmt  Desember 2
20171219 Geskvmt  Desember 5
20171219 Geskvmt  Desember 9