Skip to main content

Fjölmenni á jólasamveru

06. desember 2019

Fjölmenni sótti Safnahúsið heim í dag þegar Minjasafnið og Bókasafn Héraðsbúa buðu til jólasamveru undir yfirskriftinni Líða fer að jólum. 

Í boði var margvísleg jólaleg afþreying og áhersla lögð á að öll fjölskyldan gæti dundað sér saman í friði frá jólaös og stressi. Á bókasafninu svignuðu hillurnar undan jólabókunum og gestum var boðið upp á að föndra úr gömlum bókum og öðru endurnýtanlegu hráefni. Á Minjasafninu höfðu 13 litlir jólasveinar og fleiri skyldmenni þeirra falið sig víðsvegar um sýningarsalinn og skemmtu yngri gestir sér konunglega við að hafa upp á þeim. Á meðan sveif nostalgían yfir vötnum í sérstakri jólastofu sem starfskonur MInjasafnsins höfðu sett upp í anda 7. áratugarins.

Síðast en ekki síst gafst gestum kostur á að prófa að steypa tólgarkerti undir handleiðslu Guðrúnar Sigurðardóttur. Það vakti mikla lukku hjá öllum aldurshópum og margir gestir fór heim með tólgarkerti sem þeir höfðu sjálfir gert.  

Kennsla Guðrúnar var hluti af verkefninu Handverk og hefðir sem Minjasafnið hefur staðið fyrir undanfarið ár en það hlaut styrki úr Safnajóði, Uppbyggingarsjóði og frá Fljótsdalshéraði. 

2019125 Jolasamvera 1
2019125 Jolasamvera 4
2019125 Jolasamvera 6
2019125 Jolasamvera 2
2019125 Jolasamvera 3
2019125 Jolasamvera 5

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...