Skip to main content

Hvað getur safnaáhugafólk gert í samkomubanni?

24. mars 2020

Söfnum landsins hefur verið gert að skella í lás og almenningi að halda sig sem mest heima til að hefta útbreiðslu Covid-19. Safnaáhugafólk þarf þó ekki að örvænta.

Stafræn miðlun verður sífellt stærri þáttur í starfsemi safna og mörg söfn er hægt að heimsækja í gegnum Netið. Hér eru nokkur dæmi um starfænar leiðir sem liggja að söfnum landsins sem tilvalið er skoða nánar heima í stofu. 

Fyrst ber að nefna margvíslegan fróðleik sem finna má hér á heimasíðu Minjasafns Austurlands. Undir liðnum "fræðsla" hér efst á síðunni má m.a. lesa um gripi mánaðarins, og ef smellt er á "fróðleikur" er hægt að hlusta á þjóðsögur, frásagnir af öskufallinu 1875 og fleira. 

Sarpur er óþrjótandi uppspretta fróðleiks en þar er að finna myndir og upplýsingar um safnkost yfir 50 safna á landinu, bæði muni og ljósmyndir. Minjasafn Austurlands er þar á meðal og stöðugt er unnið að því að fjölga þeim gripum sem hægt er að skoða í gegnum netið með þessum hætti. Við vekjum sérstaklega athygli á því að hægt er að setja nöfn og staðarheiti inn í leitargluggann og fá þá upp bæði muni og ljósmyndir sem tengist viðkomandi leitarorði. Þá getur almenningur sent inn athugasemdir og ábendingar með því að smella á "Veistu meira".

Í tengslum við sýninguna Slifsi sem var opnuð í Minjasafni Austurlands á síðasta ári, var opnuð samnefnd vefsýning á Sarpi. Þar er hægt að skoða myndir af öllum slifsunum sem prýða sýninguna og lesa sér til um uppruna þeirra. 

Á Sarpi er einnig hægt að lesa svör almennings við spurningaskrám Þjóðminjasafnsins en þar er að finna margvíslegan fróðleik um hins ýmsu þætti dagslegs lífs fyrr og síðar.

Ljósmyndasafn Austurlands varðveitir ógrynni ljósmynda úr fjórðungnum og víðar. Héraðsskjalasafn Austfirðinga heldur utan um safnið og heldur úti sérstökum myndavef þar sem hægt er að gleyma sér tímunum saman við að skoða þekktar og óþekktar myndir. Eins og á Sarpi getur fólk sent inn ábendingar ef það hefur frekari upplýsingar eða vill leiðrétta skráningar. Fleiri ljósmyndasöfn eru með sérstaka ljósmyndavefi, t.d. Borgarsögusafn en þar má finna ljósmyndir víða að af landinu. 

Þjóðminjasafn Íslands stendur reglulega fyrir fjölbreyttum fyrirlestrum. Fyrirlestrarnir eru margir aðgengilegir á Youtube rás safnsins. Þar er m.a. hægt að hlusta á fyrirlestur Rannveigar Þórhallsdóttir fornleifafræðings um rannsóknir hennar Fjallkonunni svokölluðu sem fannst á Vestdalsheiði árið 2004. Fleira stafrænt fræðsluefni er aðgengilegt á heimasíðu Þjóðminjasafnsins.

Google arts and culture er vettvangur þar sem hægt er að skoða sýningar safna um allan heim. Eitt þeirra er Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði en það opnaði áhugaverðar netsýningar á þessum vettvangi á síðasta ári. 

Góða skemmtun!

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...