Skip to main content

Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við?

30. mars 2020

Í hádeginu á morgun stendur safnafræði við Háskóla Íslands fyrir fjarmálstofu (webinar) undir yfirskriftinni Covid-19 og söfn: Hvernig er hægt að bregðast við? 

Á málstofunni munu Elsa Guðný Björgvinsdóttir á Minjasafni Austurlands, Þóra Sigurbjörnsdóttir á Hönnunarsafni Íslands, Ólöf Breiðfjörð hjá Menningarhúsunum í Kópavogi, Helga Maureen Gylfadóttir hjá Borgarsögusafni og formaður FÍSOS, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson við Háskóla Íslands ræða um þær áskoranir sem söfn og starfsmenn þeirra standa frammi fyrir á þessum fordæmalausu tímum og hvaða leiðir er hægt að fara til að halda í og styrkja tengsl safna við gesti þeirra og samfélag.

Málþingið er öllum opið, skráning og nánari upplýsingar hér

 

 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...