Skip to main content

Landsbyggðarráðstefnu frestað

16. apríl 2020

Landsbyggðarráðstefnu Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi sem fara átti fram í maí hefur verið frestað til hausts. 

Ástæða frestunarinnar eru þær takmarkanir á samkomuhaldi sem yfirvöld hafa sett vegna Covid19 en þær gera það að verkum að skipuleggjendur telja sér ekki fært að halda ráðstefnuna með þeim hætti sem vilji er fyrir. Fyrirhugað er að halda ráðstefnuna í september en nánari tímasetning verður auglýst síðar. Áhugasömum er ráðlagt að fylgjast með hér á heimsíðunni og á viðburðarsíðu ráðstefnunnar á Facebook þar sem allar nýjustu upplýsingar koma inn. 

 Hlökkum til að taka á móti ykkur í haust!

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...