Skip to main content

Hreinkýrin Hreindís kemur sér fyrir í nýju krakkahorni

22. júní 2020

Nýr "starfsmaður" hefur bæst í starfsmannaflóru Minjasafnsins. Þar er á ferð hreinkýrin Hreindís sem hefur verið "ráðin" til að taka vel á móti yngri gestum safnsins. 

Hreindís er teiknuð af listakonunni Hrafnsunnu Ross. Markmið hennar er að efla Minjasafnið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir börn og barnafjölskyldur og bæta miðlun safnsins til yngri kynslóðarinnar. Hreindís hefur nú komið sér vel fyrir í splunkunýju krakkahorni í sýningarsal Minjasafnsins sem opnað var 17. júní síðastiðinn en þar er að finna margvíslegan fróðleik og afþreyingu fyrir yngri gesti safnsins. Meðal annars er hægt að máta víkingabúninga, leika sér með leikföng fyrri tíma, hlusta á þjóðsögur úr safni Sigfúsar Sigfússonar, mála myndir í anda Kjarvals, leysa þrautir tengdar hreindýrum og margt fleira. 

Þá hefur Hreindís komið fyrir aðgengilegum fróðleiksmolum fyrir víðsvegar um sýningar safnsins þar sem yngri kynslóðin getur aflað sér upplýsinga um það sem fyrir augu ber.

Við minnum á að frítt er inn á safnið fyrir börn yngri en 18 ára. Safnið er opið alla daga í sumar, frá 10:00-18:00. 

Verkefnið var styrkt af Safnaráði

20200622 Hreind

Síðustu fréttir

Ný sýning: Kjarval á Austurlandi
10. september 2024
Sýningin Kjarval á Austurlandi verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum næstkomandi laugardag. Sýningin er hluti af stærra verkefni sem þrjár menningarstofnanir á Austurlandi standa að. Sýningin ...
Fjörður, bærinn undir Bjólfi - Ragnheiður Traustadóttir segir frá rannsókninni í Firði
21. ágúst 2024
Undanfarin fimm sumur hefur staðið yfir umfangsmikil fornleifarannsókn í landi Fjarðar í Seyðisfirði. Rannsóknin hefur leitt í ljós gríðarlegan fjölda gripa og áhugaverðar niðurstöður. Hluti gripan...
Staða safnstjóra laus til umsóknar - umsóknarfrestur framlengdur
02. júlí 2024
Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum auglýsir stöðu safnstjóra lausa til umsóknar. Við leitum að drífandi, sjálfstæðum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á sögu ...