Skip to main content

Opnunartími Minjasafnsins óbreyttur

31. júlí 2020

Á hádegi í dag taka í gildi hertar takmarkanir á samkomum hér á landi.

Opnunartími MInjasafns Austurlands verður óbreyttur en í samræmi við takmarkanir yfirvalda biðjum við gesti okkar um að sýna öðrum gestum og starfsfólki tillitsemi, virða tveggja metra regluna, þvo hendur og nota handspritt sem er aðgengilegt í afgreiðslu safnsins. Þá mega ekki vera fleiri en 20 inni í sýningarsal Minjasafnsins í einu samkvæmt tilmælum aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi. 

Í sumar er safnið opið alla daga frá kl. 10:00-18:00. Vetraropnunartími tekur gildi 1. september. Athugið að safnið verður lokað á frídegi verslunarmanna, 3. ágúst. 

Hér má lesa nánar um nýjar takmarkanir á samkomum. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...