Skip to main content

Jóladagatal Minjasafnsins í fullum gangi

15. desember 2020

Nú er desember hálfnaður og 9 dagar eftir af jóladagatali Minjasafnsins.

Jóladagatalið hefur vonandi ekki farið framhjá neinum en á hverjum degi birtist hér inn á vefsíðunni einn valinn gripur úr safnkostinum sem tengist á einhvern hátt jólunum. Við minnum á að samhliða dagatalinu á vefsíðunni höfum við hvern dag sett grip dagsins í sýningarskápinn á efstu hæð Safnahússins og er því hægt að sjá með eigin augum alla þá gripi sem hafa leynst í gluggum dagatalsins hingað til. Þann 24. desember hafa allir gripir fengið sinn stað í sýningarskápnum og verður hægt að dást að þeim til og með 6. janúar n.k. Við hvetjum alla til þess að kíkja við. 

Verið velkomin í Safnahúsið. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...