Skip to main content

Ekki gleyma G-vítamíninu!

09. febrúar 2021

Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem opna dyr sínar á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar, og bjóða upp á ráðlagðan dagskammt af "G-vítamíni"

Það er Geðhjálp sem stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Allan þorrann er daglega bent á eina aðgerð sem nota má sem G-vítamín. Miðvikudaginn 10. febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“.

Góð leið til að gleyma sér er einmitt að heimsækja safn, sökkva sér niður í það sem þar er í boði og njóta listar og menningar. Frítt er inn á valin söfn í tilefni dagsins og er Minjasafn Austurlands þar á meðal.

 Safnið er opið frá 11:00-16:00. Verið velkomin en munið sóttvarnarreglur og tilmæli. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...