Skip to main content

Vel heppnuð Vegamót

02. júní 2021

Þjóðfræðingar og áhugafólk um þjóðfræði kom saman á Egilsstöðum um helgina á ráðstefnunni Vegamót sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi hélt í samstarfi við Minjasafn Austurlands. 

Yfirskrift ráðstefnunnar vísaði til þess að þar mættist fólk víða að af landinu, áhuga- og fræðafólk og fólk sem sinnir margvíslegum rannsóknum. Þá vísaði yfirskriftin einnig til staðsetningarinnar á Egilsstöðum sem hafa í gegnum tíðina verið nefndir vegamót Austurlands.  

Ráðstefnan hófst með móttöku í Minjasafni Austurlands þar sem ráðstefnugestir fengu m.a. kynningu á sýningum safnsins. Daginn eftir hófst dagskráin í Valaskjálf þar sem fram fór tvær málstofur, annars vegar Byggðir og fólk og hins vegar Manneskjan, menningararfur og miðlun. Fyrirlesarar voru 12 talsins og voru umfjöllunarefnin afar fjölbreytt, allt frá þéttbýlismyndun á Egilsstöðum og tilfinningum í dagbókum á 19. öld yfir í kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum og birtingarmyndir álfa og dverga í tölvuleikjum. Að málstofunum loknum settist hópurinn upp í rútu og keyrði sem leið lá upp í Fljótsdal. Þar heimsótti hópurinn annars vegar Skriðuklaustur og hins vegar Óbyggðasetur Íslands og fékk að kynnast starfsemi þeirra, sýningum og miðlun. Daginn eftir var aðalfundur Félags þjóðfræðinga haldinn og að honum loknum gengu nokkrir ráðstefnugestir á vit þjóðsagnanna við Fardagafoss áður en þeir héldu til síns heima. 

Ráðstefnan var í alla staði vel heppnuð og mikil ánægja með dagskrána. Um var að ræða samstarfsverkefni Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Minjasafns Austurlands en félagið hefur áður staðið fyrir sambærilegum landsbyggðarráðstefnum. Stefna stjórnar félagsins er að gera meira af slíku sem er mikið fagnaðarefni enda dýrmætt og skemmtilegt að halda slíkar ráðstefnur víða um land, bæði fyrir heimamenn og gesti.

Ráðstefnan var styrkt af Safnasjóði, Múlaþingi og Landsvirkjun. 

20210602 Vegamot 8
20210602 Vegamot 1
20210602 Vegamot 2
20210602 Vegamot 3
20210602 Vegamot 4
20210602 Vegamot 6
20210602 Vegamot 9
20210602 Vegamot 10
20210602 Vegamot 5
20210602 Vegamot 7

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...