Skip to main content

Talið niður til jóla

30. nóvember 2021

Eins og undanfarin ár mun Minjasafnið telja niður til jóla með því að fjalla um 24 safngripi úr safnkosti safnsins, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt.

Fyrsti gluggi jóladagatalsins opnast á vef og Facebook-síðu safnsins á morgun,1. desember. Í vefglugganum verður mynd af gripnum og umfjöllun um hann. Á sama tíma mun gripurinn sjálfur birtast í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. Þar munu gripirnir svo birtast einn af öðrum jafnframt því sem gluggarnir opnast á vefnum. Þegar jólin ganga í garð verða því 24 hlutir í sýningarskápnum, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt og verða þeir til sýnis til og með 6. janúar 2021.

 

Við hvetjum alla til að fylgjast með jóladagatalinu á vefnum, sem og að leggja leið sína í Safnahúsið og berja gripina augum. 

Við minnum jafnframt á að í desesember er hægt að finna sér ýmislegt til dundurs í safnahúsinu og tilvalið að leggja leið sína þangað og eiga notalega samverustund í friði frá jólaös og stressi. Á Minjasafninu verður sérstök jólaopnun á miðvikudögum í desember en þá daga verður opið til kl. 18:00. Sjá nánar hér.

Verið hjartanlega velkomin.

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...