Skip to main content

Roðagyllt Safnahús

02. desember 2021

Þessa dagana slær roðagylltum bjarma á Safnahúsið. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi.

Tilefnið er 16 daga árlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og lýkur þann 10. desember sem er mannréttindagurinn.Yfirskrift átaksins er "Orange the world" eða "Roðagyllum heiminn" og í tilefni af því eru hinar ýmsu byggingar lýstar upp með appelsínugulum lit sem táknar bjarta framtíð án ofbeldis. Hér á landi er það Soropimistafélag Íslands sem hefur veg og vanda að átakinu.

 

Sveitarfélagið Múlaþing og Soroptimistaklúbbur Austurlands standa í sameiningu fyrir því að lýsa upp byggingar í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og sýna þannig samstöðu og standa með konum. Auk Safnahússins á Egilsstöðum eru skrifstofur sveitarfélagsins á Djúpavogi og Seyðisfirði lýstar upp og á Borgarfirði er ljósi varpað á Fjarðaborg. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...