Skip to main content

Mikill er máttur safna

18. maí 2022

"Mikill er máttur safna" er yfirskrift alþjóðlega safnadagsins í ár. Það eru orð að sönnu enda eru söfn varðveisluaðilar menningararfsins og sem slíkir gegna þau lykilatriði þegar kemur að því skilja hvaðan við komum, hver við erum og hvert við stefnum. 

Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum stendur á gömlum merg. Upphaf safnsins má rekja aftur til ársins 1942 þegar samþykkt var á fundi í Atlavík að hefja skyldi undirbúning að stofnun byggðasafns á Austurlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og safnið gengið í gegnum margvíslegar breytingar. Í dag stendur það styrkum fótum sem mikilvæg menningarstofnun sem hefur það hlutverk að standa vörð um menningararf svæðisins og miðla honum með margvíslegum hætti

Máttur safna er margvíslegur. Á alþjóðlega safnadeginum í ár er meðal annars horft á mátt safna til að styðja við samfélagið með öflugri fræðslu. Eitt af áherslumálum Minjasafns Austurlands á undanförnum árum hefur einmitt verið að efla og styrkja fræðslustarf þess. Leitað hefur verið leiða til að efla markvisst tengsl við skólasamfélagið, jafna aðgengi skólanna á svæðinu að safninu og bjóða upp á fjölbreytt safnfræðsluverkefni. Safnið hefur meðal annars gefið út námsefni, þróað fjölbreyttar safnaheimsóknir, farið með verkefni inn í skólana, tekið þátt í barnamenningarhátíðum og efnt til samstarfs við starfandi listamenn svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur safnið einnig átt í góðu samstarfi við leikskólana á svæðinu, lagt metað í að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur fyrir almenning og nýtt vefinn til að miðla margvíslegum fróðleik, allt frá gömlum frásögnum til kennslu í öskupokasaumi. Síðast en ekki síst hefur verið lögð áhersla á að bæta upplifun barna sem heimsækja safnið með fjölskyldum sínum með krakkaleiðsögn og annarri afþreyingu. 

Safninu hefur tekist að festa sig í sessi sem vettvang fyrir fjölbreytta fræðslu. Kennarar á svæðinu eru jákvæðir gagnvart samstarfi við safnið enda vita þeir að þeir að þar er hægt að ganga að faglegri og metnaðarfullri fræðslu. Aðsókn skóla að safninu hefur aukist jafn og þétt á undanförnum árum en frá og með haustinu 2015 hafa um 4100 börn af öllu Austurlandi heimsótt safnið í skipulögðu skólaheimsóknum. Minjasafn Austurland hefur sýnt fram á að fámenn söfn geta svo sannarlega gert sig gildandi sem öflugar fræðslustofnanir og að með skipulagi, metnaði og samstarfi við rétta aðila geta fámenn söfn boðið upp á faglegt og metnaðarfullt fræðslustarf. Að hafa aðgang að safni sem sinnir fræðsluhlutverki sínu af metnaði er gríðarlega mikilvægt hverju samfélagi, ekki síst á stöðum þar sem söfn eru fá og langt að sækja fræðslu til stærri safna í öðrum landshlutum.

Mikill er fræðslumáttur safna – til hamingju með daginn!

20190206 Oskupokasmidja1
20160615 Tjarnarsk12
20191011 BRAS 13
20211012 2
20210924 Bras 1
20191011 BRAS 2
20180923 Brasa
Mattur Safna2
Mattur Safna3
2021 StopMotion2
Mattur Safna4
Mattur Safna5

 

 

 

 

 

 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...