Skip to main content

Starf á sviði fræðslu og miðlunar

08. júlí 2022

Minjasafn Austurlands auglýsir starf á sviði fræðslu og miðlunar.

Um er að ræða tímabundna ráðningu í eitt ár, frá 1. september 2022 til 1. september 2023 (eða eftir nánara samkomulagi). Starfshlutfall 50-80%

 

Helstu verkefni:

  • Skipulagning og þróun safnfræðslu í samstarfi við annað starfsfólk og gestaleiðbeinendur.
  • Umsjón með mótttöku skólahópa og annarra hópa.
  • Miðlun á vef og samfélagsmiðlum safnsins.
  • Þáttaka í sýningargerð og viðburðahaldi.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði, kennslu eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af safnastarfi, vinnu með börnum, skipulagningu viðburða og/eða gerð efnis fyrir vef og samfélagsmiðla
  • Þekking og áhugi á sögu og menningararfi.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði.

Laun samkvæmt kjarasamningum Sambands sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skriflegar umsóknir og ferilskrár berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2022

 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...