Skip to main content

Farskólinn 2022: Söfn á tímamótum

20. september 2022

Um 120 starfsmenn safna alls staðar að af landinu mun koma saman á Hallormsstað í vikunni þegar árleg fagráðstefna safnafólks fer þar fram.

Ráðstefnan, sem ber heitið Farskólinn, hefur í gegnum tíðina verið haldinn víðsvegar um land og ætíð í samstarfi við heimafólk á hverju svæði. Að þessu sinni eru það fulltrúar Minjasafns Austurlands, Tækniminjasafns Austurland og Safnastofnunar Fjarðabyggðar sem mynda undirbúningshópinn og sjá um skipulagninguna í góðu samstarfi við FÍSOS, Félag íslenskra safna og safnmanna. 

Ráðstefnan stendur yfir í þrjá daga, nánar tiltekið 21.-23. september. Yfirskrift Farskólans í ár er Söfn á tímamótum og þar verður fjallað um margvísleg málefni sem söfnin standa frammi fyrir um þessar mundir og brenna á safnafólki svo sem miðlun á nýjum tímum, grisjun safnkosts, starfsumhverfi safnafólks, skráningar- og varðveislumál, safnfræðslu, aðgengi að söfnun, umhverfismál og nýja safnaskilgreiningu ICOM. Dagskráin samanstendur af fyrirlestrum, málstofum og skoðunarferðum auk þess sem blásið veðrur til árlegrar árshátíðar. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar, umræðu og tengslmyndunar meðal íslensks safnafólks og er jafnan afar vel sóttur. 

Vegna Farskólans verður Minjasafn Austurlands lokað dagana 21.-23. september. 

 

Mynd: Þátttakendur á Farskólanum 2021 sem fór fram í Stykkishólmi. 
Ljósmyndari: Hörður Geirsson

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...