Skip to main content

Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu

31. janúar 2023

Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræðingur fjalla um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú.

Helsta rannsóknarsvið Hrafnkötlu eru snýkjudýr í jórturdýrum en á síðast ári snérust rannsóknir hennar um óhefðbundnar lækningar í sauðfjárrækt og óþekktan lifrarsjúkdóm í íslenskum hreindýrum. Aðgangur er ókeypis - verið velkomin.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni standa Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast hann hér.

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...