Skip to main content

Þorraheimsóknir í leikskóla

20. janúar 2023

Safnfræðsla Minjasafns Austurlands var á faraldsfæti í dag í tilefni af fyrsta degi þorra. Leikskólarnir Hádegishöfði í Fellabæ og Tjarnarland á Egilsstöðum voru heimsóttir og þar tóku elstu nemendur skólanna á móti starfskonu safnsins. Með í för var þorrakistan góða sem geymdi margvíslega muni sem tengjast lífi fólks hér áður fyrr. Í heimsókninni var meðal annars spjallað um matinn sem fólk borðaði í gamla daga, fötin sem þau notaði og hvernig það nýtti það sem landið og náttúran gaf. Heimsóknirnar voru hluti af hátíðarhöldum leikskólanna í tilefni af þorra og þar sköpuðust afar skemmtilegar umræður um daglegt líf í fortíð og nútíð. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...